Reglur Dumle orðaleiksins

SKIPULEGGJANDI

Fazer Makeiset Oy, Fazerintie 6, 01230 Vantaa, Finnlandi

Fyrirtækisnúmer: 0728786-8

HVERJIR GETA TEKIÐ ÞÁTT?

Allir einstaklingar sem hafa náð 16 ára aldri og hafa fasta búsetu á Íslandi geta tekið þátt í leiknum, að undanskildum starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem taka þátt í skipulagningu leiksins eða einhvers hluta hans, og fjölskyldumeðlimum þeirra.

HVERNIG Á AÐ TAKA ÞÁTT?

Leikurinn hefst 2. janúar 2019 og honum lýkur 29. apríl 2019. Hægt er að skrá sig til leiks á www.dumle.com þar sem leiðbeiningar er einnig að finna. Einn sigurvegari er valinn í hverju landi. Fjöldi þátttakenda er ekki takmarkaður.

VERÐLAUN OG TILKYNNINGAR TIL SIGURVEGARA

Hvert land hefur sinn eigin leik. Dómnefnd skipuð starfsfólki Fazer eða samstarfsaðilum í hverju landi velur sigurvegara í hverju landi. Við valið á sigurvegaranum verður litið til þess hversu fyndin og frumleg þátttökufærslan var.

Hvert land hefur sinn eigin aðalleik og dómnefnd skipuð starfsfólki Fazer eða samstarfsaðilum í hverju landi velur sigurvegara í hverjum aðaleik. Allir sem hafa unnið minnst einn aukaleik eru sjálfkrafa hluti af aðalleiknum. Við valið á sigurvegara verður litið til sömu hluta og í aukaleiknum. Sigurvegari verður valinn 10. maí 2019. Sigurvegari verður tilkynntur á Facebook-síðu Dumle. Haft verður samband við sigurvegara í gegnum tölvupóst. Ef sigurvegari svarar ekki innan 7 daga ógildist vinningurinn og Fazer getur valið nýjan sigurvegara. Aðalvinningurinn er Playstation 4 og Playstation VR (að andvirði um 600 evra). Ekki er hægt að skipta verðlaunum fyrir fé eða aðra vinninga.

Fazer á rétt á að tilkynna um fornafn, eftirnafn og þjóðerni sigurvegara á vefsvæðum Fazer og samfélagsmiðlum.

NOTKUN PERSÓNULEGRA GAGNA OG YFIRLÝSING UM SAMÞYKKI

Fazer notar persónuleg gögn þátttakenda (fornafn, eftirnafn) til þess að geta framkvæmt leikinn og afhent verðlaun. Frekari upplýsingar um notkun persónulegra gagna er að finna í persónuverndaryfirlýsingu Fazer: www.fazergroup.com/privacy-at-fazer/privacystatement

ÁBYRGÐ SKIPULEGGJANDA

Þátttakendur greiða sjálfir skatt af verðlaunum.

Þátttakendur leysa Fazer og aðra skipuleggjendur leiksins og aðra samstarfsaðila undan allri ábyrgð á tjóni sem til er komið eða sem sagt er að til sé komið vegna þátttöku í þessum leik. Skaðabótaskylda Fazer gagnvart þátttakendum skal aldrei vera meiri en sem nemur upphæð eða virði þeirra vinninga sem getið er í reglum þessum. Fazer ber ekki ábyrgð á neinum upplýsingatæknitengdum vandamálum í tengslum við þátttöku í leiknum eða viðtöku verðlauna.

RÉTTUR Á EFNI SEM SENT ER INN Í TENGSLUM VIÐ LEIKINN

Með því að skrá sig til leiks í leiknum ábyrgist þátttakandi og staðhæfir að hann sé höfundur þess efnis sem hann sendir inn („leikefni“), og hafi leikefnið verið búið til af þriðja aðila (t.d. þekktum rithöfundi), hafi hann fengið samþykki téðs þriðja aðila fyrir því að senda leikefnið inn í leikinn í samræmi við þessa skilmála. Þátttakandinn ábyrgist og staðhæfir að leikefnið brjóti ekki í bága við lög, góðar venjur eða réttindi þriðju aðila (þ.m.t. höfundarréttindi og önnur hugverkaréttindi), skaði ekki orðspor annarra og afhjúpi ekki nein atvinnuleyndarmál, sem og að leikefnið brjóti ekki með nokkrum hætti gegn þessum reglum. Þátttakandi ber ábyrgð á því, m.a., að tryggja að allir einstaklingar sem koma fyrir í leikefninu hafi gefið leyfi sitt til þátttöku í leiknum í samræmi við þessa skilmála og að engin vörumerki þriðju aðila séu sjáanleg í leikefninu (t.d. merki þriðja aðila sem kemur fyrir á mynd).

Með því að senda inn leikefni (þ.e. texta við mynd) og taka þannig þátt í leiknum með því að skrifa ummæli við færsluna um leikinn á Facebook veitir þátttakandi Fazer, án sérstakrar þóknunar, takmarkaðan rétt til notkunar á leikefninu. Notkunarrétturinn veitir Fazer rétt til að nota leikefnið í markaðssetningu á Dumle á samfélagsmiðlum og á vefsvæðum Fazer. 

AÐRIR SKILMÁLAR

Ef ástæða er til að gruna þátttakanda um sviksamlegt athæfi eða annað athæfi sem brýtur í bága við þessa skilmála getur Fazer meinað viðkomandi þátttöku.

Fazer mun tilkynna um það í gegnum markaðsleiðir leiksins ef gera verður breytingar á leiknum, verðlaunum, dagsetningum, framboði eða öðrum þáttum sem hafa áhrif á framkvæmd leiksins. Fazer áskilur sér rétt til að breyta leiknum og leikreglum með þeim hætti að það hafi ekki teljandi áhrif á þátttakanda.

Leikurinn er ekki styrktur af Facebook, né heldur mælir Facebook með honum eða stjórnar honum. Hins vegar skuldbinda þátttakendur sig til þess að hlíta skilmálum og reglum téðs samfélagsmiðils, auk leikreglnanna. Með þátttöku í þessum leik staðfestir þú að þú leysir Facebook undan allri ábyrgð vegna leiksins.

Leikurinn tengist Facebook ekki með neinum hætti. Fazer, en ekki Facebook, safnar persónulegum gögnum um þátttakendur, eins og fram kemur að ofan. Þátttakendur leysa Facebook og Instagram undan allri ábyrgð og öllum kröfum í tengslum við og vegna leiksins.